
Manchester United er sagt fylgjast náið með varnarmanninum Jorthy Mokio hjá Ajax, samkvæmt Sky Sports.
Ajax vilja framlengja samning þessa 17 ára gamla leikmanns, en Mokio hefur ákveðið að skoða aðra kosti nú þegar glugginn opnar í janúar.
Mokio er sagður passa vel inn í það sem United er að reyna að gera þegar horft er til framtíðar. Félagið gæti fengið samkeppni um hann þar sem Newcastle fylgist einnig með gangi mála.
Mokio hefur komið við sögu í átta leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og vakið þar mikla athygli fyrir frammistöðu sína og vakið athygli stærri félaga í leiðinni.