

Enskir miðlar greina frá því að Nicolas Jackson sé staðráðinn í að láta til sín taka hjá Bayern München, þrátt fyrir umræður um að hann gæti snúið aftur til Chelsea næsta sumar.
Jackson knúði fram 14,2 milljóna punda lánssamning, einn dýrasti lánssamningur sögunnar og hefur skorað þrjú mörk í 12 leikjum fyrir þýska risann.
Þrátt fyrir ágæta byrjun er talið að Bayern muni hugsanlega ekki virkja kaupkvæði hans, sem tekur aðeins gildi ef hann byrjar 40 leiki á tímabilinu.
Að sögn heimildarmanns nálægt leikmanninum líður Jackson þó afar vel í München. Hann hefur aðlagast félaginu hratt, er staðráðinn í að vinna titla og stimplaði sig nýlega rækilega inn í landsleikjahléi með tveimur mörkum og góðri frammistöðu gegn Brasilíu.
Heimildamaðurinn segir einnig að Jackson og Luis Díaz, sem kom frá Liverpool síðasta sumar, séu orðnir góðir vinir og báðir séu að gera góða hluti hjá Bayern.