

Wayne Rooney hefur tilnefnt þá þrjá leikmenn sem honum finnst hafa verið bestir í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, en valið vakti talsverða umræðu á samfélagsmiðlum.
Enginn Erling Haaland kemst á lista Rooney sem vekur furðu.
Í viðtali við Amazon Prime Sport nefndi fyrrum stórstjarna Manchester United fyrst Antoine Semenyo hjá Bournemouth, sem hefur verið í frábæru formi með sex mörk og þrjár stoðsendingar í ellefu leikjum. „Hann hefur verið frábær og haldið áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili,“ sagði Rooney.
Næst nefndi hann Bryan Mbeumo og sagði hann hafa verið virkilega góðan fyrir Manchester United þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst hann hafa verið mjög góður,“ bætti Rooney við.
Að lokum valdi Rooney Viktor Gyökeres og sagði sænska framherjann hafa heillað sig mest af nýjum sóknarmönnum í deildinni.