fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur verið velt upp undanfarið hvort Lionel Messi gæti gengið í raðir Barcelona á ný. Spænskir miðlar segja félagið hafa skoðað hvað það myndi þýða fjárhagslega.

Messi yfirgaf Börsunga sumarið 2021 á frjálsri sölu. Fjárhagskraggar félagsins gerðu það að verkum að ekki voru til peningar til að endursemja við argentíska snillinginn, sem hafði verið hjá því allan sinn feril.

Messi, sem er orðinn 38 ára gamall, fór þá til Paris Saint-Germain, þar sem hann eyddi tveimur árum. Nú er hann á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum og hefur gert mikið fyrir fótboltann vestan hafs.

Forseti Barcelona, Joan Laporta, útilokaði vissulega á dögunum að Messi gæti komið aftur en því er haldið fram að menn hafi lagst yfir hversu miklar tekjur það gæti fært félaginu að fá Messi aftur, þar sem hann er auðvitað gríðarlega vinsæll.

Talið var að tekjur sem fylgja Messi og hans persónu yrðu um 200 milljónir evra ef hann myndi verja einu ári til viðbótar á ferlinum. Lánsdvöl til skamms tíma frá Inter Miami gæti þá fært félaginu allt að 100 milljónir evra.

Það er því spurning hvort forsetinn muni endurskoða afstöðu sína. Messi hefur ekki farið leynt með að hann hefði viljað kveðja Barcelona öðruvísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stubbur framlengir við KA

Stubbur framlengir við KA
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Í gær

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo