fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Karen Pálmdadóttir er gengin í raðir Hacken frá FH, en þetta var staðfest rétt í þessu.

Thelma Karen er aðeins 17 ára gömul en átti stórkostlegt tímabil með FH og var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar. Þá lék hún sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði.

Þetta er þriðja leikmannasala FH erlendis á þessu ári, en Elísa Lana Sigurjónsdóttir fór til Kristianstad í Svíþjóð og Arna Eiríksdóttir til Valarenga.

Tilkynning FH
FH og BK Hacken hafa komist að samkomulagi um sölu á Thelmu Karen, efnilegasta leikmanni Bestu deildar kvenna þetta tímabilið. Þetta er þriðja leikmannasala liðsins erlendis á þessu ári.

„Það verður mikill söknuður af Thelmu Karen. Hún hefur núna síðastliðin þrjú tímabil tekið stór skref á hverju ári í rétta átt. Hún er ótrúlega hæfileikarík, eljusöm og tilbúin að leggja mikið á sig fyrir liðið. Núna á þessu tímabili sprakk hún út, varð betri með hverjum leik og var einn allra besti leikmaður deildarinnar. Þetta er að okkar mati hárrétt skref fyrir hana að taka, að fara í besta lið Svíþjóðar. Þarna fær hún tækifæri til að þróa leik sinn enn frekar og spila á stærra sviði.

Thelma er uppalin í FH og þessi sala er mikil viðurkenning á því frábæra starfi sem unnið hefur verið hér undanfarin ár, leitt af þjalfarahópi félagsins. Við óskum Thelmu allt í haginn í Gautaborg, hlökkum til að fylgjast með hennar ferðalagi næstu árin og tökum síðan vel á móti henni þegar hún kemur heim eftir langan atvinnumannaferil,“ segir Davíð Þór við FH Media.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Í gær

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?