
Jo Wilson, íþróttafréttakona á Sky Sports, ræðir opinskátt um baráttu sína við krabbamein í nýrri heimildarmynd, Football, Cancer, and Me. Segir Wilson að hún hafi á sínum tíma undirbúið sig fyrir það allra versta.
Wilson greindist með leghálskrabbamein í júlí 2022 en er nú laus við sjúkdóminn. Í myndinni lýsir hún þeirri miklu óvissu og ótta sem fylgdi greiningunni.
„Greiningin skall á mér eins og flutningabíll. Ég hugsaði: Er ég að fara að deyja? Ég var búin að undirbúa mig fyrir það versta. Ég sagði engum frá, vildi ekki leggja þetta á neinn,“ segir Wilson.
Hún hvetur fólk eindregið til að fara strax til læknis ef eitthvað er óvenjulegt. „Ef einn aðili sér þetta og hringir í lækninn sinn, þá var þess virði að tala um þetta.“