
AC Milan er að skoða möguleikann á því að fá Thiago Silva aftur til félagsins, 13 árum eftir að hann lék sinn síðasta leik fyrir það.
Silva, sem er kominn 41 árs, er nú hjá Fluminense í heimalandinu Brasilíu en hefur ekki sýnt nein merki um að hægja á sér. Hann hefur spilað 41 leik á tímabilinu og hjálpaði liðinu í undanúrslit á HM félagsliða.
Milan vill bæta við reyndum miðverði í janúar og La Repubblica segir að alvara sé að færast í hugmyndir um að fá Silva. Myndi hann færa liðinu mikið utan vallar líka.
Silva fór frá Milan til PSG árið 2012, dvaldi þar í átta ár og fór svo til Chelsea, þar sem hann vann Meistaradeildina.