fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 12:30

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur mikinn áhuga á hinnum 19 ára gamla Said El Mala, kantmanni Kölnar í Þýskalandi.

Sky í Þýskalandi segir frá þessu, en þar kemur fram að City hafi sent njósnara til að fylgjast með El Mala undanfarið.

El Mala hefur vakið mikla athygli í Bundesligunni á leiktíðinni og er hann með þeim efnilegri í deildinni.

Það eru þó ekki bara City sem fylgjast með honum, því bæði Bayern Munchen og Borussia Dortmund eru einnig sögð hafa augun á honum.

El Mala er þó samningsbundinn Köln til 2030 og kostar hann yfir 30 milljónir punda að sögn Sky.

Þess má geta að Ísak Bergmann Jóhannesson, lykilmaður íslenska landsliðsins, er liðsfélagi El Mala hjá Köln.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan