
Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur mikinn áhuga á hinnum 19 ára gamla Said El Mala, kantmanni Kölnar í Þýskalandi.
Sky í Þýskalandi segir frá þessu, en þar kemur fram að City hafi sent njósnara til að fylgjast með El Mala undanfarið.
El Mala hefur vakið mikla athygli í Bundesligunni á leiktíðinni og er hann með þeim efnilegri í deildinni.
Það eru þó ekki bara City sem fylgjast með honum, því bæði Bayern Munchen og Borussia Dortmund eru einnig sögð hafa augun á honum.
El Mala er þó samningsbundinn Köln til 2030 og kostar hann yfir 30 milljónir punda að sögn Sky.
Þess má geta að Ísak Bergmann Jóhannesson, lykilmaður íslenska landsliðsins, er liðsfélagi El Mala hjá Köln.