
Skotinn Scott McTominay skoraði ótrúlegt hjólhestaspyrnumark í 4-2 sigri Skota á Danmörku í gær, er hans lið tryggði sig inn á HM.
McTominay, sem er á mála hjá Napoli, skoraði markið eftir aðeins þrjár mínútur. Markinu hefur verið líkt við fræga hjólhestaspyrnu Cristiano Ronaldo með Real Madrid gegn Juventus árið 2018, en þá stökk Portúgalinn í 2,38 metra hæð.
Samkvæmt grófum útreikningum breskra miðla í dag mældist McTominay í 2,53 metra hæð og stökk því hærra en stórstjarnan.
Skotar voru að koma sér á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Danir þurfa hins vegar að fara í umspil.