fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Boateng, fyrrum leikmaður Bayern München og Manchester City, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um sjálfsvíg fyrrverandi kærustu sinnar, Kasíu Lenhardt.

Hún lést í febrúar 2021, aðeins sex dögum eftir að Boateng fór fram með alvarlegar ásakanir á hendur henni í viðtali við BILD.

Lenhardt, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum Germany’s Next Top Model, fannst látin á heimili sínu í Berlín á sonar síns. Í aðdraganda dauða hennar höfðu átök milli hennar og Boateng farið hratt versnandi, þar sem hún kallaði hann meðal annars „djöfulinn“ og sagðist ætla að „berjast til baka“ eftir sambandsslit þeirra og mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Í nýju heimildaefni um Boateng, sem BILD hefur séð, segir varnarmaðurinn að hann hafi misst manneskju sem hann „elskaði mjög mikið“. Hann bætir við. „Ég hef fundið fyrir því opinberlega að mér sé meinað að syrgja. Aðeins ég veit hvað gerist innra með manni. Ég er enn að vinna úr þessu.“

Boateng viðurkennir einnig að viðtalið sem hann gaf BILD í upphafi febrúar 2021 hafi verið mistök. „Ef ég horfi í spegilinn núna vanmat ég aðstæðurnar og hefði átt að höndla þetta betur,“ sagði hann. Fyrrverandi ritstjóri BILD, Johannes Boie, tekur undir og segir: „Við myndum ekki birta þetta viðtal í dag.“

Í upprunalegu viðtalinu sakaði Boateng Lenhardt um að hafa ógnað ferli hans, hótað röngum heimilisofbeldisásökunum og sett hann undir mikinn þrýsting meðan þau voru saman, ásakanir sem ollu miklum deilum á sínum tíma.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“