fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur staðfest að Kai Havertz hafi orðið fyrir bakslagi í bataferlinu eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í upphafi tímabils.

Framherjinn meiddist í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst og þurfti að fara í minni háttar aðgerð, sem hefur haldið honum utan liðs Arsenal síðan þá.

Mikel Arteta hafði vonast til að fá leikmanninn aftur í hópinn fljótlega eftir landsleikjahléið í nóvember.

Nagelsmann var þó með aðra tímalínu í huga og sagði á þriðjudag að Havertz hefði lent í „minni háttar bakslagi“ á síðustu vikum. „Kai fékk lítið bakslag, en í heildina gengur honum vel,“ sagði hann.

Fyrrum stjóri Bayern München bætti við að hann telji Arsenal líklega geta notað Havertz undir lok ársins.

Þar með virðist ljóst að endurkoma Þjóðverjans tefst um nokkrar vikur, sem er ákveðið áfall fyrir Arsenal sem hefur saknað fjölhæfni hans í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“