fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

433
Sunnudaginn 26. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is þennan föstudaginn.

Viktor Bjarki Daðason, 17 ára gamall Framari, skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni gegn Dortmund á dögunum. Þetta hratt af stað umræðu í þættinum um hvort Íslendingar þyrftu ekki að vera duglegri við að gefa ungum leikmönnum traustið í deildinni hér heima.

„FCK er miklu, miklu stærra en nokkuð á Íslandi, og þeir eru svo óhræddir við að henda mönnum út í djúpu laugina. Við erum ragir við það og bitnar það ekki bara á okkur til lengri tíma?“ sagði Helgi.

„Jú, en fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það með Íslandsmeistaratitlum eða bikarmeistaratitlum, þá flýtur allt. KA-lið verður bikarmeistari í fyrra með meðalaldur sem er örugglega norðan við 30 ár. Sama með Víking og Breiðablik undanfarin ár, þetta er í kringum 30 ára meðalaldur. Þetta þekkist hvergi í deildum á Norðurlöndum sem við viljum vera að bera okkur saman við, því miður,“ sagði Gunnar þá og hélt áfram.

„Þvert á móti erum við að sjá lækkandi meðalaldur annars staðar. Við erum að sjá 18 ára gamlan strák skora fyrir Chelsea í vikunni, 17 ára strák fyrir Bayern Munchen. Það kom strákur fæddur seint árið 2009 inn á fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ef það er vilji er þetta hægt. En svo er spurning hvort þú sért til í að spila á ungum leikmönnum á kostnað mögulega úrslita og árangurs.“

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
433Sport
Í gær

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag
433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Í gær

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“
433Sport
Í gær

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“