fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hörkulið sem við erum að mæta og verður eflaust hörkuleikur. En þetta snýst um að við náum okkar frammistöðu, ef við gerum það eigum við góðan séns,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari Breiðabliks, fyrir leikinn gegn KuPS í Sambandsdeildinni á morgun.

Ólafur tók við Blikum á mánudag eftir brottrekstur Halldórs Árnasonar úr starfi. Síðustu dagar hafa verið þéttir en hann er himinnlifandi með upphafið á nýjum stað.

video
play-sharp-fill

„Mér líst mjög vel á þetta. Það hefur verið mikið að gera og mikið að setja sig inn í. En teymið er búið að vera mjög gott svo það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta, eins með klúbbinn sem er búinn að standa að þessu frábærlega. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir hann.

Þó tímabilið hafi ekki verið gott í Bestu deildinni segir Ólafur andann í leikmannahópi Breiðabliks upp á tíu.

„Ég upplifi hann mjög góðan, það er góð orka, annað væri óeðlilegt. Það eru risaleikir framundan og ég upplifi ekkert annað en að menn séu spenntir og klárir í leikinn á morgun. Ég finn að það er mikil samstaða, orka og menn eru klárir.“

Nánar er rætt við hann í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Hide picture