fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hörkulið sem við erum að mæta og verður eflaust hörkuleikur. En þetta snýst um að við náum okkar frammistöðu, ef við gerum það eigum við góðan séns,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari Breiðabliks, fyrir leikinn gegn KuPS í Sambandsdeildinni á morgun.

Ólafur tók við Blikum á mánudag eftir brottrekstur Halldórs Árnasonar úr starfi. Síðustu dagar hafa verið þéttir en hann er himinnlifandi með upphafið á nýjum stað.

video
play-sharp-fill

„Mér líst mjög vel á þetta. Það hefur verið mikið að gera og mikið að setja sig inn í. En teymið er búið að vera mjög gott svo það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta, eins með klúbbinn sem er búinn að standa að þessu frábærlega. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir hann.

Þó tímabilið hafi ekki verið gott í Bestu deildinni segir Ólafur andann í leikmannahópi Breiðabliks upp á tíu.

„Ég upplifi hann mjög góðan, það er góð orka, annað væri óeðlilegt. Það eru risaleikir framundan og ég upplifi ekkert annað en að menn séu spenntir og klárir í leikinn á morgun. Ég finn að það er mikil samstaða, orka og menn eru klárir.“

Nánar er rætt við hann í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr samningur liðsfélaga Hákonar truflar Arsenal og Manchester United ekki

Nýr samningur liðsfélaga Hákonar truflar Arsenal og Manchester United ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern kom til baka gegn Sporting

Bayern kom til baka gegn Sporting
433Sport
Í gær

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
Hide picture