fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Joleon Lescott hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hafa farið í hárígræðslu sem heppnaðist ekki vel.

Lescott sýndi fyrst afleiðingar hárlínuaðgerðar sinnar í janúar, þar sem margir aðdáendur sögðu hann vart þekkjanlegan eftir aðgerðina. N

ú hefur hann hins vegar aftur vakið athygli eftir nýjustu myndir sínar, þar sem hárið hans er svart á litinn.

Fyrrum varnarmaðurinn, sem nú starfar sem sérfræðingur hjá TNT Sports og DJ utan vallar, hefur síðustu vikur birt myndir af sér í húfu en þegar hann loksins sýndi nýja útlitið komu brandarar á netinu.

„Hárígræðslan hjá Lescott er fáránleg,“ skrifaði einn notandi á X.

Annar bætti við: „Það er í lagi að fá sér hárígræðslu, en vinsamlegast ekki lita það kolsvart, láttu nokkur grá hár vera til að halda því raunverulegu.“

Þriðji notandinn skrifaði í gamni: „Mikel Arteta lánaði greinilega hárið sitt til Lescott í kvöld.“

Aðrir lýstu hárinu sem verstu hárgreiðslu allra tíma og eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint.

Lescott, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Everton og vann enska úrvalsdeildina, var þekktur fyrir stutt hár yfir örum á enni sem hann hlaut í bílslysi sem barn.

Hann ákvað að fara í hárígræðslu í fyrra og sýndi niðurstöðurnar stoltur í janúar, þó þá í aðeins náttúrulegri lit. Nýja útlitið hefur hins vegar fengið blendnar viðtökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“