Víkingur og Stjarnan hafa áhuga á Júlíusi Mar Júlíussyni, leikmanni KR, samkvæmt Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni.
Júlíus gekk í raðir KR frá Fjölni eftir síðustu leiktíð og hefur átt fína spretti í liði sem er auðvitað í miklum fallslag í Bestu deildinni.
Hinn 21 árs gamli Júlíus er einnig á blaði utan landsteinanna, en Fótbolti.net sagði frá því fyrr í vikunni að Lyngby í dönsku B-deildinni hafi viljað fá hann í sumarglugganum og vilji enn.
Það gæti því orðið samkeppni um Júlíus. Þá spilar eflaust inn í hvort KR verði í efstu deild á næstu leiktíð eða ekki.