Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.
Tómas er mikill stuðningsmaður West Ham í enska boltanum. Félagið skipti um stjóra á dögunum. Graham Potter var rekinn og inn er kominn Nuno Espirito Santo.
„Ég hafði trú á honum, en þetta var ekki að virka. Ég þoli ekki svona þjálfara sem eru svo þrjóskir að þeir geta ekki sætt sig við að hafa rangt fyrir sér. Bara: Ég ætla að hafa þetta þriggja hafsenta kerfi og Ward-Prowse á miðjunni þó þetta sökki,“ sagði Tómas um Potter.
„Þetta var alveg búið. Nuno kom inn og sá Ward-Prowse á æfingu og áttaði sig á að hann væri búinn. Hann verður heima meðan við skellum okkur til Liverpool. Hann þorir að taka ákvarðanir, því Todibo var líka skilinn eftir heima,“ sagði Tómas enn fremur, en West Ham gerði jafntefli við Everton í fyrsta leik Nuno.
Þátturinn í heild er í spilaranum.