Breiðablik hóf vegferð sína í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld gegn Lausanne á útivelli í Sviss.
Liðið átti í tölverðum vandræðum í leiknum og tapaði að lökum 3-0, öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins.
Breiðablik átti tvær tilrauni á mark Lausanne en heimamenn áttu sjö tilraunir á mark Blika.
Næsta verkefni Blika er eftir þrjár vikur þegar liðið mætir KuPS frá Finnlandi.
Í sömu keppni vann Crytsal Palace sigur á Dynamo Kiev og Guðmundur Þórarinsson spilaði þrjár mínútur í sigri FC Noah á Rijeka.
Gísli Gottskálk Þórðarson var ónotaður varamaður í 4-1 sigri Lech Poznan á Rapid Vín.