Valur skoðar það að ráða Heimi Hallgrímsson sem þjálfara karlaliðsins, ef hann losnar á næstunni. Ríkharð Óskar Guðnason sagði að sögur væru á kreiki um þetta í Þungavigtinni.
Þessi fyrrum landsliðsþjálfari Íslands stýrir Írlandi í dag en hefur verið talað um að pressa sé á honum eftir erfiða byrjun í undankeppni HM. Næstu leikir eru gegn Portúgal og Armeníu síðar í mánuðinum.
Heimir á að baki frábæran þjálfaraferil og yrði risabiti fyrir Hlíðarendafélagið, sem hefur valdið vonbrigðum í undanförnum leikjum og er svo gott sem úr leik í toppbaráttu Bestu deildarinnar.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er þjálfari liðsins í dag en óvissa er um framtíð hans í starfinu.