Chelsea vann nauman 1-0 sigur á Benfica í gær, en enn á ný fékk leikmaður liðsins að líta rauða spjaldið. Joao Pedro var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald, aðeins hálftíma eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Framherjinn er þriðji leikmaður Chelsea til að fá rautt spjald í síðustu fjórum leikjum, eftir Robert Sánchez gegn Manchester United og Trevoh Chalobah gegn Brighton.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði eftir leik þetta mætti ekki gerast svo reglulega.
„Því miður er þetta annað rautt spjald sem við þurfum að forðast. Stundum er einfaldlega betra að gefa færi á sér heldur en að lenda manni færri,“ sagði Ítalinn.
Einar mark leiksins var sjálfsmark Richard Rios á 19. mínútu.