Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, , segir að ríkisstjórn Íslands sé að gera félaginu og fleiri félögum erfitt fyrir með hækkun veiðigjalda.
Vestri hefur í gegnum árin fengið veglega styrki frá fyrirtækjum sjávarútvegi en Samúel óttast að það minnki með hækkun veiðigjalda á útgerðina.
Þetta kemur fram í viðtali Samúels við Fótbolta.net þar sem hann útskýrir ákvörðun félagsins að reka Davíð Smára Lammude
„Svo má koma því á framfæri að ríkisstjórn Íslands er ekki að hjálpa rekstrarumhverfi Vestra, hvort sem það er meistaraflokkur eða yngri flokkar, né annarra íþróttafélaga sem treysta á blómlegan sjávarútveg með hækkun veiðigjalda,“ segir Samúel við Fótbolta.net.
Samúel segir þetta útspil stjórnarinnar geri málin flóknari fyrir Vestra. „Það gerir okkur bara erfiðara fyrir og jafnvel minni fyrirsjáanleiki en við kjósum að hafa.“