Jose Mourinho, stjóri Benfica, sneri í gær aftur á Stamford Bridge þegar hans lið tapaði 1-0 fyrir Chelsea í Meistaradeildinni.
Mourinho, sem tók við Benfica á dögunum, var fagnað dátt af stuðningsmönnum heimaliðsins sem sungu nafn hans á meðan leik stóð.
„Ég tilheyri sögu Chelsea og þeir tilheyra mér,“ sagði Portúgalinn eftir leikinn og bætti við að samband hans við félagið yrði alltaf sterkt.
Þrátt fyrir 1-0 tap var Mourinho ánægður með frammistöðu sinna manna, en gagnrýndi þó leikmann Chelsea.
„Malo Gusto átti í erfiðleikum en Maresca gatt skipti inn betri leikmanni, Reece James. Chelsea getur bara skipt inn betri manni, það er munurinn á þessum hópum,“ sagði hann.