fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Fékk pillu frá félaga sem virðist hafa ræst – „„Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 07:00

Bernardo Silva / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany sagði einu sinni við Bernardo Silva að hann myndi einhvern daginn taka við fyrirliðabandinu hjá Manchester City, en aðeins þegar hann myndi draga úr fíflalátunum.

Silva, sem áður var þekktur sem húmoristi hópsins hjá Pep Guardiola, hefur með tímanum þróast í sterkan leiðtoga.

„Ég segi oft að þú sért 50 prósent fífl og 50 prósent leiðtogi,“ sagði Kompany árið 2017. „Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi, þá verður þú fyrirliði liðsins.“

Sú spá virðist hafa ræst. Silva hefur nýverið talað opinskátt um að finna út hver væri tilbúinn að fara í stríð með liðinu eftir erfiðan vetur á síðasta tímabili. Hann hefur ekki leynt því að hann fann fyrir skorti á metnaði og fagmennsku innan hópsins á þeim tíma.

Eftir að Guardiola braut eigin venjur og ákvað að skipa Silva sem næsta fyrirliða, án hefðbundins atkvæðagreiðslu hópsins, hefur portúgalski miðjumaðurinn tekið hlutverkið alvarlega.

„Mér finnst gaman að grínast en þegar það er kominn tími til að vinna, þá vinnum við,“ sagði Silva.

„Mitt hlutverk núna er að endurvekja orku og samheldni, ásamt Ruben [Dias], Rodri og Erling [Haaland]. Við eigum að tryggja að menn hegði sér rétt á æfingum og í leikjum, mæti á réttum tíma, æfi af krafti og hugsi vel um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er Jóhannes Karl sá útvaldi í Kaplakrika?

Er Jóhannes Karl sá útvaldi í Kaplakrika?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elskar að spila fyrir Bayern en veit ekki hvað gerist næsta sumar

Elskar að spila fyrir Bayern en veit ekki hvað gerist næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vandræði fyrir stuðningsmenn Chelsea og Liverpool

Vandræði fyrir stuðningsmenn Chelsea og Liverpool