fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Klopp saknar þess ekkert að þjálfa og segist ekki ætla að gera það aftur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jürgen Klopp segist ekki sakna lífsins á Anfield eftir að hafa snúið baki við þjálfun og fara að starfa utan vallar.

Þjóðverjinn stýrði Liverpool í níu ár áður en hann steig frá borði árið 2024. Þrátt fyrir vangaveltur um að hann tæki fljótlega við nýju liði, hefur 58 ára gamli Klopp haldið sig fjarri hliðarlínunni síðan þá.

Hann tók í staðinn við nýju hlutverki sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, þar sem hann hefur yfirumsjón með verkefnum hjá liðum eins og RB Leipzig, RB Salzburg og New York Red Bulls.

Í viðtali við The Athletic staðfesti Klopp enn og aftur að hann sé sáttur við þessa ákvörðun og sakni ekki þjálfunarinnar. „Ég hef alls ekki saknað þess,“ sagði Klopp.

„Ég var mjög ánægður með hvernig Liverpool hefur staðið sig. Ég horfði á einhverja leiki, en það var ekki þannig að ég hafi beðið spenntur eftir leikdag.“

„Ég vissi stundum ekki einu sinni hvenær leikirnir voru. Ég var bara úti að njóta, stundaði íþróttir, naut lífsins, eyddi tíma með barnabörnunum. Bara algjörlega venjulegt líf, meðvitaður um að ég mun vinna aftur en líka alveg viss um að það verður ekki sem þjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rotturnar í Sviss mjög ágengar – „Aldrei séð annað eins“

Rotturnar í Sviss mjög ágengar – „Aldrei séð annað eins“
433Sport
Í gær

Ólafur var stundum sagður hrokafullur en virðist hafa lært mikið í heimi kvenna – „Ég held að þetta sé góð ráðning“

Ólafur var stundum sagður hrokafullur en virðist hafa lært mikið í heimi kvenna – „Ég held að þetta sé góð ráðning“