fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Fær að koma aftur á æfingar hjá Amorim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrell Malacia hefur verið kallaður aftur inn í aðalliðshóp Manchester United og fær þar með tækifæri til að endurvekja feril sinn hjá félaginu.

Hinn 26 ára gamli vinstri bakvörður var hluti af hópi leikmanna sem æfði ekki með aðalliðinu í sumar og var skilinn eftir þegar United fór í æfingaferð til Bandaríkjanna. Ruben Amorim, stjóri liðsins, sagði þá að allir leikmenn hópsins, þar á meðal Marcus Rashford, Jadon Sancho, Antony og Alejandro Garnacho hefðu viljað yfirgefa félagið.

Rashford og Sancho fóru á lán til Barcelona og Aston Villa, á meðan Antony og Garnacho gengu í raðir Real Betis og Chelsea í varanlegum félagaskiptum.

Malacia reyndi einnig að komast burt en tilraun til að fara á lán til Elche á Spáni klikkaði á lokadegi gluggans. Möguleg yfirfærsla til Tyrklands, þar sem glugginn lokaði 12. september, varð heldur ekki að veruleika.

Hollendingurinn æfði um tíma einn á meðan hann leitaði að félagaskiptum en hefur nýverið verið hluti af U-21 liði félagsins á Carrington æfingasvæðinu.

Nú hefur Amorim aftur tekið Malacia inn í aðalliðið og gæti hann fengið tækifæri á ný með rauðu djöflunum á komandi vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja fá Klopp til Sádí Arabíu núna – Ummæli hans gefa þó ekki mikla von

Vilja fá Klopp til Sádí Arabíu núna – Ummæli hans gefa þó ekki mikla von
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi