Manchester City ætlar sér á næstunni að endursemja við John Stones, reynslumikinn varnarmann félagsins.
Samningur Stones, sem er 31 árs gamall, við City rennur út næsta sumar, en þá verður hann einmitt búinn að vera hjá félaginu í áratug.
Hefur Stones reynst City afar vel og verið hluti af gullaldarliði sem hefur unnið hvern titilinn á fætur öðrum á þessum tíma.
Það er útlit fyrir að árin verði fleiri en City er sagt undirbúa nýjan samning Englendingsins sem mun gilda til 2028.