Jarrad Branthwaite er sagður fyrsta val Manchester United til að taka við af hinum 33 ára gamla Harry Maguire, sem sem er að renna út af samningi eftir tímabil.
Daily Star segir frá þessu en að United muni jafnframt fá samkeppni frá erkifjendum sínum í Liverpool, sem hafa í nokkurn tíma fylgst með miðverðinum unga.
Liverpool gæti einmitt þurft að sækja miðvörð næsta sumar þar sem Ibrahima Konate er sterklega orðaður við brottför er samningur hans rennur út. Þá fer Virgil van Dijk brátt að detta á aldur.
Það gengur lítið upp hjá United og er félagið farið að horfa til þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir átökin næstu árin.