Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, vakti athygli þegar hann sást sem áhorfandi á Ryder Cup um helgina, en þar studdi hann Evrópu.
Belginn, sem klæddist blárri Evrópu-treyju, birti mynd á samfélagsmiðlum með skilaboðunum: „Koma svo Evrópa.“
Hazard var þó óþekkjanlegur að mati margra, eftir því sem fram kemur í breska götublaðinu Daily Star. Fjölmargir golfáhugamenn sögðu að hann hefði getað gengið óáreittur um án þess að nokkur kannaðist við hann.
Þess má geta að lið Evrópu vann Ryder Cup að lokum þó svo að Bandaríkjamenn hafi búið til spennu á lokadeginum.