Samkvæmt þýska blaðamanninum Christian Falk eru Englandsmeistarar Liverpool að skoða möguleikann á að fá Dayot Upamecano, varnarmann Bayern Munchen, á frjálsri sölu sumarið 2026.
Franski landsliðsmaðurinn er talinn mögulegur arftaki Ibrahima Konate, sem á innan við ár eftir af samningi sínum við Liverpool og gæti yfirgefið félagið næsta sumar. Konate hefur mikið verið orðaður við Real Madrid undanfarið.
Bayern hefur verið að vinna að því að endursemja við Upamecano en það hefur ekki gengið hingað til. Eins og staðan er má hann því ganga frítt í burtu frá félaginu eftir yfirstandandi leiktíð.