Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur sagt af sér embætti ritara Framsóknarflokksins. Verður nýr ritari flokksins kjörinn á miðstjórnarfundi þann 18. október.
RÚV greinir frá þessu og segir Ásmundur að þar með sé afskiptum hans af stjórnmálum lokið.
Ásmundur var oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík-Norður en féll af þingi í síðustu Alþingiskosningum.