Samkvæmt enska götublaðinu Daily Star hefur Manchester United áhuga á því að fá Harry Kane framherja FC Bayern næsta sumar.
Fram hefur komið að Kane geti farið frá Bayern næsta sumar fyrir um 60 milljónir punda.
Kane sjálfur þarf hins vegar að láta Bayern vita af því í janúar hvort hann vilji fara aftur heim til Englands.
Kane er á sínu þriðja tímabili hjá Bayern en Thomas Frank stjóri Tottenham hefur opnað dyrnar fyrir endurkomu Kane til félagsins.
Kane hefur raðað inn mörkum hjá Bayern líkt og hann hafði gert hjá Tottenham áður en hann fór.