fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Mikael ómyrkur í máli: „Það kannski sést á mínum orðum og hans hver er í Samfylkingunni“

433
Fimmtudaginn 25. september 2025 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Magnúsar Orra Schram, formanns knattspyrnudeildar KR, um að það væri ekki það versta í stöðunni að karlalið félagsins myndi falla, hafa verið milli tannanna á fólki undanfarna daga.

KR er í fallbaráttu þegar fjórum umferðum af Bestu deildinni er ólokið. Staða liðsins var rædd í Þungavigtinni í gær. Þar er Mikael Nikulásson, harður KR-ingur.

„Ég er ekki að hlusta á Magnús Schram í eina sekúndu, þó við séum æskufélagar,“ sagði Mikael ómyrkur í máli í þættinum.

Kristján Óli Sigurðsson grínaðist með að þeir væru þó allavega báðir í Samfylkingunni, en Magnús er fyrrum þingmaður flokksins.

„Það kannski sést í mínum orðum í þessum þætti og hans niðri í KR-heimilinu hver er í Samfylkingunni og hver ekki,“ svaraði Mikael þá um hæl.

KR mætir ÍA í hörku fallslag á laugardaginn. Mikael hræðist stöðuna.

„En Magnús Orri Schram stýrir samt ekki liðinu og spilar ekki leikina. Ég er skíthræddur við þetta því varnarleikur KR er sorglegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona krækirðu í miða á úrslitaleikinn

Svona krækirðu í miða á úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensku strákarnir með öflugan sigur í öðrum leik

Íslensku strákarnir með öflugan sigur í öðrum leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elías hélt hreinu í fyrstu umferð – Forest sótti stig til Spánar

Elías hélt hreinu í fyrstu umferð – Forest sótti stig til Spánar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ósáttur við að fá ekki skiptin til United og mun reyna aftur

Ósáttur við að fá ekki skiptin til United og mun reyna aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu þegar Eze opnaði markareikninginn – Fallegt liðsmark Arsenal

Sjáðu þegar Eze opnaði markareikninginn – Fallegt liðsmark Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool og Arsenal fá skilaboð um að þau geti mögulega fengið Vini Jr

Liverpool og Arsenal fá skilaboð um að þau geti mögulega fengið Vini Jr
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gerir nýjan samning en tekur á sig verulega launalækkun

Gerir nýjan samning en tekur á sig verulega launalækkun
433Sport
Í gær

Hjólar í Rashford og segir hegðun hans ófagmannlega

Hjólar í Rashford og segir hegðun hans ófagmannlega
433Sport
Í gær

Telja að erlent glæpagengi hafi brotist inn og tekið muni fyrir 120 milljónir

Telja að erlent glæpagengi hafi brotist inn og tekið muni fyrir 120 milljónir