Frenkie de Jong hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Barcelona samkvæmt spænska blaðinu Mundo Deportivo.
Miðjumaðurinn á aðeins ár eftir af núgildandi samningnum sínum en samkvæmt þessum fréttum er hann að skrifa undir þriggja ára framlengingu.
Munu laun Hollendingsins þó lækka með nýjum samningi til að stemma stigu við fjárhagsvandræðum Börsunga.
De Jong er lykilmaður hjá Barcelona og eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið að halda honum, en önnur stórlið Evrópu hafa fylgst með gangi mála hjá kappanum undanfarið.