fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Yfirgefur besti maður KR skútuna? – „Kæmi lítið á óvart ef hann bara kominn með nóg af þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 09:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Sigurðarson hefur verið frábær fyrir KR frá því hann kom heim úr atvinnumennsku undanfarin tvö ár. Gengi liðsins hefur þó ekki dansað í takt.

Annað árið í röð er KR í fallbaráttu en staðan nú virðist alvarlegri en í fyrra. Liðið er hreinlega í fallsæti þegar fjórum umferðum er ólokið.

Liðið tapaði 4-2 gegn KA fyrir norðan í gær. Aron var besti maður Vesturbæinga og skoraði bæði mörkin, kunnuglegt stef.

„Nennir hann þessu? Sama hvort þeir halda sér uppi eða ekki, hann er of góður. Hann er 31 árs,“ velti Albert Brynjar Ingason upp í Dr. Football.

Jóhann Már Helgason sagði að önnur lið hljóti að taka stöðuna á Aroni, sem er samningsbundinn KR út næstu leiktíð, í vetur.

„Hann er búinn að fórna tveimur árum í einhverja þvælu. Hann labbar inn í hvert einasta lið í þessari deild. Það hljóta einhver lið að tékka,“ sagði Jóhann áður en Albert tók til máls á ný.

„Það kæmi mér lítið á óvart ef hann er bara kominn með nóg af þessu. Alltaf langbesti maðurinn en þeir fá ekkert fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“
433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum