fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

433
Mánudaginn 22. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Beard, fyrrum stjóri kvennaliðs Liverpool, Chelsea og fleiri liða, féll frá um helgina aðeins 47 ára gamall.

Beard náði frábærum árangri og gerði Liverpool tvisvar að Englandsmeistara. Fráfall hans er mikið áfall fyrir enska fótboltasamfélagið.

Fara Williams lék undir hans stjórn hjá Liverpool en starfar í dag sem spekingur um knattspyrnu. Átti hún erfitt með að halda aftur af tárunum er hún ræddi fráfallið í sjónvarpi um helgina.

„Þetta er erfiður dagur. Ég reyndi að tala um hann í útvarpinu áðan en það er erfitt. Hann hafði svo mikla þýðingu fyrir okkur, hans verður svo sárt saknað,“ sagði Williams.

Beard skilur eftir sig eiginkou og tvö börn. Hann starfaði síðast með Burnley í kjölfar þess að hafa yfirgefið Liverpool öðru sinni fyrr á þessu ári.

Williams segir hann hafa skilið mikið eftir sig fyrir kvennaknattspyrnu í heild.

„Honum var svo annt um kvennaknattspyrnu og var þarna frá upphafi. Ég er viss um að hann væri stoltur af því hvar leikurinn er í dag og hans þátt í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun