fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. september 2025 08:00

Peter Schmeichel í leik með Manchester United. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, markvarðargoðsögn Manchester United, segist svekktur yfir því að félagið hafi ekki tryggt sér þjónustu Emi Martinez í sumar heldur valið óreyndan markmann í hans stað.

Martinez, heimsmeistari með Argentínu og lykilmaður hjá Aston Villa, var sagður tilbúinn að yfirgefa Villa Park fyrir Old Trafford. En á síðustu stundu ákvað United að semja við Senne Lammens, 23 ára markvörð sem hefur aðeins eitt heilt tímabil í meistaraflokki að baki.

„Við áttum að semja við Emi Martinez,“ sagði Schmeichel í samtali við ensk blöð. „Í raun áttum við líka að reyna við Gianluigi Donnarumma þegar sá möguleiki var fyrir hendi.“

„En allt benti til þess að Martinez væri að koma og það fannst mér virkilega jákvætt, því hann er einmitt sá týpa af markverði sem Manchester United ætti að hafa til.“

Lammens kom frá belgíska félaginu Antwerp fyrir um 18,2 milljónir punda, en sat á bekknum þegar United tapaði 3–0 í grannaslag gegn Manchester City. Í kjölfarið fór Andre Onana í lán til Trabzonspor í Tyrklandi.

Schmeichel bætti við: „Til að vera hreinskilinn, ég hafði aldrei heyrt um Lammens fyrr en tengingin við United kom upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik í pottinum á morgun

Breiðablik í pottinum á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool