Thierry Henry fyrrum framherji Arsenal greindi það hvað Viktor Gyokeres þarf að gera betur svo Arsenal fari alla leið á þessari leiktíð.
Sænski framherjinn var ekki í neinu sérstöku stuði í 0-2 sigri liðsins gegn Athletic á útivelli á þriðjudag.
Gyokeres var tekinn af velli í stöðunni 0-0 en hann fékk eitt frábært tækifæri til að koma liðinu yfir. Hann kom til Arsenal í sumar og hefur skorað í heimaleikjum en verið í vandræðum á útivöllum.
Sænski framherjinn slapp þá einn í gegn en Henry segir að slæmar ákvarðanir eftir það hafi kostað það að hann hefði fengið dauðafæri.
Henry greindi málið og var á þeirri skoðun að á útivelli í Meistaradeildinni þyrfti svona leikstaða að enda með marki.
Greiningu Henry má sjá hér að neðan.
Really love this analysispic.twitter.com/muXdCJd9RQ https://t.co/PpZCoRfM1i
— Rimedi (@r1medi) September 16, 2025