Samkvæmt enskum blöðum hefur Chelsea sett meiri kraft í það að ræða við umboðsmann Adam Wharton hjá Crystal Palace.
Wharton er 21 árs gamall enskur landsliðsmaður sem hefur verið hjá Palace í 18 mánuði.
Sagt var frá því í gær að draumur Wharton væri að fara til Liverpool en Real Madrid hefur einnig sýnt honum áhuga.
Wharton var áður hjá Blackburn áður en Palace krækti í hann og hefur hann komið inn af krafti þar.
Chelsea hefur undanfarin ár lagt upp úr því að kaupa unga leikmenn og gæti Wharton verið næstur í röðinni.