Fyrrverandi stjóri Manchester United, Erik ten Hag, hefur hafnað nýju starfi vegna þess að það gæti kostað hann milljónir evra, samkvæmt fréttum frá Hollandi.
Ten Hag var sagt upp störfum hjá Bayer Leverkusen fyrr í þessum mánuði eftir einungis tvo deildarleiki, og setti þar með met fyrir fljótasta brottrekstur í sögu þýsku Bundesligunnar. Fyrra metið stóð í fimm leiki.
Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf hefur Ten Hag nú þegar hafnað nýrri vinnu eftir brottreksturinn.
FC Twente, félagið sem Ten Hag hefur tengst áður, vonaðist til að fá hann aftur sem þjálfara, en voru snögglega hafnað.
Ástæðan er sögð vera sú að ef Ten Hag tæki við starfi svo fljótlega eftir brottreksturinn, myndi það hafa áhrif á starfslokasamning hans við Leverkusen sem nemur um 6 milljónum evra, eða rúmlega 860.000 krónum á dag.