fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

433
Föstudaginn 12. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón lék með Breiðabliki um þrjú skeið á ferlinum og var þar á mála þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við sem þjálfari. Eitt af hans fyrstu verkum var að fara með liðið í æfingaferð til Svíþjóðar í febrúar 2020. Mikið fréttafár var um málið á sínum tíma.

Þar setti hann leikmönnum strangar reglur en var svo farinn til Danmerkur daginn áður en ferðinni lauk. Þar var fjölskylda hans, en sonur hans Orri Steinn Óskarsson hafði nýverið skrifað undir hjá FC Kaupmannahöfn.

„Það var algjört klúður, bara glórulaust. Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann. Hann var mjög góður þjálfari, það er alveg hundrað prósent, en hann fær ekki bara hrós frá mér,“ sagði Guðjón um málið, en hann var heilt yfir sáttur undir stjórn Óskars.

„Mér fannst steikt að við værum með einhvern hardcore-útivistartíma og þyrftum að hafa fyrir því að fá að fara út að borða eitt kvöld. Hann var víst með leyfi frá stjórninni en það var mjög skrýtið að láta okkur ekki vita. Mér finnst að skipstjórinn þurfi að fylgja sömu reglum og hinir. Hann auðvitað ræður en þetta leit ekki vel út.“

Þátturinn er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opinberar hvað hann sagði við Albert í morgun – Áhugavert í ljósi þess sem svo gerðist

Opinberar hvað hann sagði við Albert í morgun – Áhugavert í ljósi þess sem svo gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi