fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 15:00

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane segir að írska landsliðið sé langt frá því að keppa við þá bestu og gagnrýnir jafnframt suma leikmenn liðsins fyrir hroka. Þá gagnrýnir hann harðlega ráðningarferlið sem leiddi til þess að Heimir Hallgrímsson var ráðinn landsliðsþjálfari.

Í viðtali við Stick to Football-hlaðvarpið sagði fyrrum fyrirliði Íra. „Auðvitað er það sárt að tapa fyrir Armeníu og fá skell. Írland hefur fengið slæm úrslit í gegnum árin, en ef þú ert að tapa fyrir liðum sem þú ættir að vinna, þá ertu í vondum málum,“ segir Kenae.

Gríðarleg pressa er byrjuð að myndast á Heimi og Keane segir hann eiga undir högg að sækja eftir tapið gegn Armeníu.

„Írska pressan hefur mikil áhrif. Þeir eru að reyna að bera sig saman við England og jafnvel Wales, en þau lönd eru með fleiri leikmenn sem eru að spila á toppstigi. Þeir koma í landsliðsverkefni í toppformi, vanir stórum leikjum. En margir af ísku strákunum, þó þeir séu í ensku úrvalsdeildinni þá eru þeir bara að lifa af þar. Þeir eru ekki frábærir. Mikið af leikmönnum eru líka í Championship-deildinni. Írland er langt frá því að vera samkeppnishæft á hæsta stigi.“

Keane var á meðal þeirra sem voru orðaðir við starfið eftir að Stephen Kenny lét af störfum, í kjölfarið var Heimir ráðinn.

„Það er tilfinningaleg tenging við starfið. Þetta er í rauninni frábært starf fyrir rétta manninn, þú færð leikmenn í tvær vikur, tækifæri til að undirbúa þig, og enginn daglegur hamagangur eins og hjá félagsliðum.“

En Keane hélt áfram og sagði ráðningarferlið hjá írska knattspyrnusambandinu hafa verið farsa.

„Þeir töluðu við alla. bókstaflega við hvern einasta mann. Ég meina, fólk hefur síðustu mánuði komið fram og sagt að þeim hafi verið boðið starfið eða þeir hafi verið í viðtali. Þetta er bara dæmigert hjá sambandinu. Ég sagði áður. þeir gætu ekki einu sinni skipulagt gleðskap í brugghúsi.“

„Auðvitað hugsar maður “get ég hjálpað til?“ Þrátt fyrir að það vanti gæði, þá getur maður kannski komið inn með skipulag, baráttu og anda. En jafnvel það er ekki alltaf nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel