Manchester City skoðaði þann möguleika að fá Bradley Barcola, lykilmann Evrópumeistara Paris Saint-Germain í sumar.
Franski miðillinn Foot Mercato heldur þessu fram, en kom þetta aðeins til greina í því tilfelli að Savinho færi frá City til Tottenham, þangað sem hann var mikið orðaður í sumar.
Tottenham bauð yfir 40 milljónir punda í Savinho en City vildi ekki sleppa honum. Það kom þó til greina um tíma miðað við þessar fréttir um Barcola.
Það hefði þó kostað skildinginn fyrir City að fá franska landsliðsmanninn, sem skoraði einmitt sigurmarkið gegn Íslandi í undankeppni HM á dögunum.