fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fók átti sig á

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappé, framherji Real Madrid, segir að miklir penignar sem hann hafi þénað hafi borið með sér fleiri vandamál en margir geri sér grein fyrir.

Mbappé, sem er sagður þéna um 1,2 milljónir punda á viku hjá spænska risanum, ræddi opinskátt um líf sitt og áskoranirnar sem fylgja því að vera einn dýrasti leikmaður heims í viðtali við L’Équipe.

„Því meiri peninga sem þú þénar, því fleiri vandamál hefurðu,“ sagði Frakkinn. „Það eru margir sem sjá ekki að líf þitt er að breytast, þeir vilja halda í ímyndina af þér sem barni þegar þú varst með þeim. En þú ert ekki sami einstaklingur lengur. Þú ert með ábyrgð, skuldbindingar, starf og reikninga að sinna,“ segir Mbappe.

Mbappé, sem er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2029, segir að fólk utan frá átti sig ekki á vinnunni sem liggi að baki því að vera atvinnumaður í fótbolta. Hann viðurkennir að ef ekki væri fyrir ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum væri hann líklega orðinn „leiður“ á fótboltanum.

„Ég er svartsýnn þegar kemur að heimi fótboltans en ekki lífinu sjálfu. Lífið er stórkostlegt. Fótbolti er bara eins og hann er,“ sagði hann.

„Ég segi oft að fólk sem fer á leik sé heppið að fá bara að njóta sýningarinnar án þess að vita hvað raunverulega fer fram á bakvið tjöldin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár