U21 árs landslið Englands i fagnaði 2-0 sigri gegn Kasakstan á mánudag í undankeppni EM, en atvik eftir leik skyggði á gleðina.
Mörk frá hinum 18 ára Ethan Nwaneri, leikmanni Arsenal, og Jobe Bellingham, leikmanni Borussia Dortmund, tryggðu stigin þrjú
Eftir leikinn kom í ljós að óviðeigandi myndband hafði verið tekið af ensku leikmönnunum í búningsklefa liðsins á Ortaliq-leikvanginum.
Myndbandið, sem birtist á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), sýnir augljóslega glufu í glugga sem horfir beint inn í búningsklefann þar sem leikmenn voru að skipta um föt.
Í klippunni má sjá Ethan Nwaneri bregðast við, hann dregur fyrir gluggann og slær handklæði í átt að upptökunni áður en hann hverfur sjónum.
Atvikið hefur vakið mikla gremju innan liðsins og innan ensku knattspyrnusamtakanna, og má búast við að UEFA skoði málið frekar.
Atvikið er hér að neðan.
🚨 It is reported that the England U21 youth team was unhappy about being filmed in the locker room. One of the most vocal opponents of this was Ethan Nwaneri, who strongly opposed it. 😡 pic.twitter.com/WOJqDCpjKS
— Scout in Eurasia (@scout_eurasia) September 9, 2025