Micky van de Ven varnarmaður Tottenham hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína hjá félaginu.
Hollenski landsliðsmaðurinn hefur vakið áhuga Real Madrid sem er sagt skoða kaup á honum í framtíðinni.
Fichajes á Spáni fjallar um málið og segir að Tottenham hafi lítinn áhuga á því að selja.
Félagið muni þó skoða málið ef eitthvað félag er tilbúið að rífa fram 70 milljónir punda.
Van de Ven kom til Tottenham fyrir tveimur árum frá Wolfsburg í Þýskalandi en áður lék hann í heimalandinu. Miðvörðurinn er 24 ára gamall.