Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður var að vonum svekktur með 2-1 tap gegn Frökkum eftir frábæra frammistöðu í undankeppni HM í kvöld.
„Já. miðað við það sem við settum í þetta. Og við skorum að mínu mati löglegt mark. Þetta er mjög svekkjandi. Ég hef séð þetta og ég skil ekki alveg þessa ákvörðun. Svona atvik gerast í hverjum einasta leik,“ sagði hann eftir leik, en að því er virtist löglegt jöfnunarmark Andra Lucas Guðjohnsen var dæmt af í VAR.
Þetta var sjötti leikur Arnars Gunnlaugssonar með liðið og virðist allt vera á réttri leið. Ísland burstaði Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppninnar.
„Við erum komnir lengra. Það segir sig líka sjálft þegar við fáum tíma saman. Við sýndum frábæra frammistöðu á Laugardalsvelli. Það var öðruvísi leikir þar sem við gátum skorað fullt af mörkum. Í dag þurftum við að sýna aðra leikmynd, verjast djúpt á vellinum og suffera svolítið.“
Nánar í spilaranum.