Aurélien Tchouaméni miðjumaður Frakklands var rekinn af velli í leiknum gegn Íslandi sem nú er í gangi í undankeppni HM.
Franski miðjumaðurinn tók þá mjög grófa tæklingu á Jón Dag Þorsteinsson.
Dómari leiksins ætlaði fyrst að gefa Tchouaméni gult spjald en var sendur í VAR-skjáinn til að athuga málið.
Eftir að hafa séð brotið á myndband var dómarinn frá Portúgal ekki í nokkrum vafa og rak Tchouaméni af velli.
Jón Dagur fór af velli eftir brotið en virkaði þó ekki alvarlega meiddur. Brotið var gróft og Jón Dagur hreinlega heppin að fótbrotna ekki.
Red card Tchouameni#FRAISL #FRAICE #FIFAWCQ #WorldCupQualifiers
— Epic Red Cards (@epicredcards) September 9, 2025