Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Aserbaísjan og Úkraína gerðu óvænt 1-1 jafntefli í hinum leik undanriðils Íslands fyrir HM í kvöld.
Ísland mætir Frökkum nú klukkan 18:45, en búist er við því að Strákarnir okkar berjist við Úkraínu um annað sæti riðilsins, umspilssætið.
Úkraína tapaði hins vegar tveimur dýrmætum stigum í kvöld og er því aðeins með 1 stig eftir fyrstu tvo leikina. Liðið tapaði gegn Frökkum í fyrsta leik.
Ísland vann Aserbaísjan auðvitað 5-0 í fyrstu umferðinni. Það ættu því að vera góðar fréttir að Úkraína tapi stigum í kvöld.