Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Þrjú pör af bræðrum eru í leikmannahópum Frakklands og Íslands sem mætast í undankeppni HM í kvöld.
Daníel Tristan Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen byrja saman í fremstu línu fyrir Ísland en það eru fleiri bræður sem spila í kvöld.
Theo og Lucas Hernandez og Khephren og Marcus Thuram eru nefnilega í franska liðinu. Theo og Marcus byrja en hinir eru á bekknum.
Leikurinn hefst nú klukkan 18:45 að íslenskum tíma.