Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Það styttist óðum í leik íslenska landsliðsins við Frakka. Byrjunarlið Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara hefur verið opinberað.
Mikael Neville Anderson kemur inn í liðið í stað Alberts Guðmundssonar, sem er meiddur. Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar þá sinn fyrsta landsleik, en hann kemur inn í liðið fyrir Stefán Teit Þórðarson.
Um leik í 2. umferð undankeppni HM er að ræða, en bæði lið unnu auðvitað sína leiki í þeirri fyrstu.
Byrjunarlið Íslands
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Neville Anderson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Daníel Tristan Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen