Daníel Tristan Guðjohnsen varð fyrir helgi fimmti úr Guðjohnsen-fjölskyldunni til að spila landsleik fyrir Íslands hönd. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, vekur nú athygli á þessu á Instagram-reikningi sínum.
Daníel kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen í 5-0 sigrinum á Aserbaísjan fyrir helgi. Einnig hefur bróðir þeirra, Sveinn Aron Guðjohnsen spilað með landsliðinu og svo auðvitað faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, og afi, Arnór Guðjohnsen.
„Þegar þér er skipt út af fyrir litla bróður þinn sem er að spila sinn fyrsta landsleik. Einstakt augnablik,“ segir við hjartnæmt myndband sem UEFA birtir vegna fyrsta leiks Daníels.
Hér að neðan má sjá þetta.
View this post on Instagram